02 Sep 2014

Nýnemaferð

No Comments Uncategorized

hrunamannahreppur 

Farið verður í nýnemaferð Fjölbrautaskólans í Breiðholti 28.-29. ágúst að Flúðum.

Lagt verður af stað frá FB kl. 13 á föstudeginum og gert er ráð fyrir að heimkomu frá Flúðum verði kl. 13:30 á laugardeginum. Gist verður í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og Nemendafélag FB sér um kvöldvöku.

Skólinn sér um kvöldmat á föstudagskvöldinu og morgunmat á laugardeginum, en nemendur þurfa sjálfir að koma með mat fyrir föstudaginn og nasl milli mála. Þá þurfa nemendur að koma með svefnpoka, dýnu og fatnað til að sofa í. Þau sem ætla í sund þurfa að taka með sér sundföt og handklæði.

Með í för verður góður hópur kennara og hópur úr Nemendafélagi skólans.

Ferðin er áfengis- og vímuefnalaus.

Dagskrá

Kl. 13:00 – Lagt af stað frá FB

Kl. 15:30 – Komið að Flúðum

Kl. 16:00 – Ýmsir leikir og skemmtilegheit á vegum NFB

Kl. 17:30 – Sund (fyrir þá sem vilja, aðrir halda áfram í leikjum)

Kl. 19:00 – Kvöldmatur í boði skólans; hamborgarar, pik-nik og salat

Kl. 20:30 – Kvöldvaka á vegum NFB

written by
The author didn‘t add any Information to his profile yet.
Comments are closed.