09 Sep 2015

Haustferð í Þórsmörk

No Comments Uncategorized

útivist

 

Haustferð/útivistarferð Starfsbrautar FB er fyrirhuguð 16. og 17. september og er áfangastaðurinn Básar í Þórsmörk þar sem gist verður í skála Útivistar. Farið verður með rútu frá FB kl. 10:00 miðvikudaginn 16. september og komið til baka fimmtudaginn 17. september kl. 14:00.

Nemendur fá kvöldverð og morgunverð en verða að koma með nesti til að borða í hádeginu á miðvikudeginum og millimál auk drykkja (safa, gos). Meðfylgjandi er listi yfir það sem nemendur þurfa að hafa með sér í ferðina.

Ferðin kostar aðeins kr. 2000 per nem. þar sem hún er að stærstum hluta styrkt af Velferðarsjóði barna.

Við vonumst til að allir komist með því þetta er einstakt tækifæri til að upplifa útivist í óspilltri náttúru, haustlitina í allri sinni dýrð og ekki síst að skapa einstaka minningar í góðra vinahópi.

Hér eru myndir sem teknar voru í Þórsmerkurferð Starfsbrautar haustið 2011

written by
The author didn‘t add any Information to his profile yet.
Comments are closed.