Vinna að námi loknu

Vinnustaðir sem taka nemendur á starfsbraut í starfsnám eru ekki skuldbundnir til þess að ráða þá að námi loknu. Þrátt fyrir það hafa nokkrir nemendur brautarinnar fengið vinnu í framhaldi af starfsnáminu ýmist að skóladegi loknum, um helgar, á sumrin og/eða að loknu framhaldsnámi í FB.

Þess má geta að Tryggingastofnun ríkisins hefur heimild til að semja við fyrirtæki sem hefur ákveðið að ráða starfsmann með skerta starfsgetu. Starfsmenn á Svæðisskrifstofum málefna fatlaðra (AMS) hafa milligöngu um gerð skriflegs vinnusamnings og eru þar með tengiliður á milli umsækjandans, fyrirtækisins og TR. Samningur þessi felur m.a. í sér að stofnunin endurgreiðir atvinnurekanda mánaðarlega ákveðið hlutfall af launum starfsmannsins. Frekari upplýsingar eru ávef Tryggingastofnunarinnar.