Vettvangsferðir

Nemendur á öðru ári fara í vettvangsferðir þar sem þeir fá tækifæri til þess að kynna sér störf í fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði. Í þessum ferðum eru nemendur m.a. hvattir til þess að skoða vinnustaðina með tilliti til væntanlegs starfsnáms. Þessar vinnustaðaheimsóknir auka víðsýni nemenda og hjálpa þeim að mynda sér skoðanir um val á starsnámsstað út frá eigin upplifun. Eftir hverja heimsókn fer fram úrvinnsla í skólanum þar sem nemendur skoða og meta hvort einhver störf á viðkomandi vinnustað hafi vakið áhga þeirra.

Í úrvinnslunni er gengið út frá ákveðnum spurningum:

  • Hvaða starf telur þú þig geta unnið?
  • Vekur starfið áhuga þinn?
  • Hefur þú reynslu af sambærilegu starfi?
  • Hvað þarft þú að kunna til að geta leyst viðkomandi starf af hendi?
  • Hvernig getur þú undirbúið þig fyrir starfið í skólanum?
  • Getur þú undirbúið þig fyrir starfið utan skólans?

Með þessu vinnuferlil er markvisst verið að aðstoða nemendur við að mynda sér skoðanir verðandi hin ýmsu störf, hugsanlega starfsnámsstaði og skoða með þeim hvað þeir þurfa að læra áður en hið eiginlega starfsnám hefst. Vettvangsferðirnar eru því mikilvægur og margþættur undirbúningur fyrir starfsnám nemenda.

< Kynning á starfsnámi FB Val á starfsnámsstað >