Val á starfsnámsstað

Tekið er mið af fjórum þáttum þegar farið er að huga að starfsnámsstað fyrir nemanda.

  1. Óskir nemandans. Á öðru ári fara nemendur í heimsóknir á vinnustaði. Eitt af markmiðum þessara ferða er að gefa nemendum tækifæri til þess að mynda sér skoðun óháð áiti annarra á hinum ýmsu vinnustöðum og störfunum sem þar eru unnin. Í kjölfar þessara ferða er markvisst stefnt að því að fá fram álit nemandans hvort heldur er í umræðum, með verkefnablöðum eða þar til gerðu matsblaði.
  2. Áhugasviðs- og færnikönnun. Nemendum brautarinnar gefst kostur á að taka Áhugasviðs- og færnikönnun fyrir nemendur með sérþarfir. Við val á starfsnámsstað er stuðst við niðurstöður þessarar könnunar og eru þær lagðar til grundvallar einstaklingsmiðaðra kennsluáætlana sem starsnámskennari gerir fyrir nemendur í starfsnámi.
  3. Foreldraviðtal. Foreldrar/forráðamenn nemanda sem er að fara í fyrsta skipti í starfsnám eru boðaðir á upplýsinga- og samráðsfund.
  4. Samráð við kennara. Á Starfsbraut FB er lögð mikil áhersla á að starfsnámið sé í tengslum við annað nám nemandans innan brautarinnar. Þetta krefst samstarfs og oft á tíðum mikillar samvinnu á milli starfsnámskennara, umsjónarkennara nemandans sem og annarra kennara. Reynslan hefur sýnt að þessi samvinna skiptir miklu máli fyrir nemandann þegar út í starfsnám er komið.
< Vettvangsferðir
Beiðni brautarinnar um samstarf >