Undirbúningur nemenda fyrir starfsnám

Þegar starfsnámsstaður hefur verið ákveðinn fær nemandinn fræðslu um væntanlegan vinnustað. Hluti af þessari fræðslu er jafningjafræsla þ.e. nemendur sem hafa verið á sama vinnustað eða sambærilegum, deila reynslu sinni. Nemendurnir styðjast við eigin vinnubækur og fræðsluefni.

Í skipulagningu starfsnámsins er gert ráð fyrir því að nemandinn, ásamt starfsnámskennara fari í heimsókn á vinnustað áður en starfsnámstímabilið hefst. Þessi heimsókn gefur nemandanum kleyft að skoða vinnustaðinn, kynna sér starfsumhverfið, hitta vinnufélagana og fræðast um vinnu- og öryggisreglur.

Reynslan hefur sýnt að þessi heimsókn er góð byrjun á starfsnáminu. Ákvörðun um hvaða starfi nemandinn kemur til með að sinna er ýmist tekin eftir upplýsinga- og samstarfsfundi og/eða eftir heimsókn nemandans á vinnustað. Sumir nemendurnir taka þátt í mörgum störfum á meðan aðrir læra að sinna einu verki eða verkþætti. Þegar búið er að taka ákörðun um starfssvið nemandans gefst tími til að undirbúa hann fyrir starfsnámið í skólanum.

< Beiðni brautarinnar um samstarf Bóklegt starfsnám >