Eftirfylgd

Algengt er að nemandi á starfsbraut þurfi lengri tíma en aðrir starfsmenn til þess að átta sig á nýju starfsumhverfi og læra þau störf eða verkþætti sem hann kemur til með að sinna. Við skipulagningu starfsnámsins er alltaf gert ráð fyrir því að kennari sé með nemandanum fyrstu dagana á vinnustað en stefnt er að því að eftirfylgdin verði í formi heimsókna og/eða símtala. Viðvera starfsnámskennara er samt sem áður alltaf mats- og samkomulagsatriði hverju sinni.

Hlutverk starfsnámskennara er að:

  • aðstoða nemendur og auka öryggi þeirra á vinnustað
  • vera tengiliður nemenda, vinnustaða, skóla og foreldra
  • koma með ábendingar sem auka möguleika nemandans á vinnustað
  • draga sig markvisst í hlé

Vinnustaður skal leita beint til starfsnámskennara með spurningar varðandi nemanda í starfsnámi.

< Viðvera á vinnustað
Launamál >