Bóklegt starfsnám

Á meðan á starfsnámstímabilinu stendur sækir hluti nemenanna bóklega tíma tengdu starfsnáminu. Áherslan í þessum tímum miðast við þarfir hvers og eins.

Dæmi:

  • umfjöllun um umgengni- og kurteisisvenjur
  • umræður um frammistöðu nemandans á vinnustað
  • umfjöllun um það á hvern hátt nemandinn getur undirbúið sig sem mest sjálfur fyrir væntanlegan vinnudag
  • verkefnavinna tengd markmiðum á vinnustað
  • umræða um öryggismál

Flestir nemendurnir vinna vinnubók eða verkefni tengd starfsnáminu.

Í vinnubókinni eru upplýsingar og umfjöllun varðandi starfsnámið og vinnustaðinn. Að fengnu leyfi vinnustaða eru teknar ljósmyndir af nemandanum við störf. Þessar myndir eru mjög mikilvægar fyrir nemenda með skerta tjáskiptafærni ekki síst vegna þess að myndirnar ásamt stuttum texta er oft eina leið þeirra til að deila upplifun sinni. Hjá öðrum nemendum eru myndirnar uppistaðan í PowerPoint verkefni sem nemandinn styðst við þegar hann kynnir starfsnám sitt.

Á þriðja eða fjórða ári sækja nemendur áfanga í bóklegu starfsnámi þar sem fjallað er um réttindi og skyldur launþega á vinnumarkaðnum.

< Undirbúningur nemenda fyrir starfsnám
Viðvera á vinnustað >