Beiðni brautarinnar um samstarf

Algengt er að starfsnámskennari hafi samband símleiðis við væntanlegan starfsnámsstað. Í þessu símtali er starfsnámið lauslega kynnt og í framhaldi af því fær viðkomandi vinnustaður formlega beiðni um samstarf. Það er mismunandi hvort að símtalinu sé fylgt eftir með tölvupósti og/eða kynningarfundi á vinnustað. Þessir kynningar- og undirbúningsfundir geta verið frá einum upp í þrjá en stærð og umfang vinnustaðarins hefur m.a. áhrif á það.

Markmið þessara funda er að:

  • veita upplýsingar varðandi starfsnámið
  • finna sameiginlegan samstarfsgrundvöll
  • miðla upplýsingum sem leiða til þess að starfskraftar nemandans fái notið sín á starfsnámsstað

Í stærri fyrirtækjum er algengt að fyrsti fundurinn sé eingöngu með starfsmannastjóra eða eiganda en í beinu framhaldi af honum er fundað með starfsmanninum sem kemur til með að vera tengill (aðstoðarmaður) nemandans á vinnustað. Algengt er að síðasti þátturinn í þessu undirbúningsferli sem lýtur að starfsnámsstaðnum sé upplýsinga- og samráðsfundur starfsnámskennara með væntanlegum samstarfsmönnum nemandans.

< Val á starfsnámsstað
Undirbúningur nemenda fyrir starfsnám >