Kynning á starfsnámi FB

Kynning á starfsnámi FB

Á Starfsbraut FB fer fram verklegt nám sem tengist hinum ýmsu námsgreinum brautarinnar og vinnustöðum á Reykjavíkursvæðinu. Námið er í formi einstaklingsmiðaðra verkefna þar sem nemandinn lærir að byrja á verki, rekja sig í gegnum verkþættir og ljúka verki á viðunandi hátt. Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði og frumkvæði og auka úthald og einbeitingu.

Markmið með starfsnáminu er að:

 • víkka reynsluheim nemendanna og auka víðsýni þeirra
 • stuðla að bættri sjálfsmynd og auknu sjálfstæði
 • gefa nemendum tækifæri til þess að nýta lærða færni við nýjar og óþekktar aðstæður
 • nemendur verði virkir þátttakendur á vinnustað
 • búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu
 • auka þekkingu nemendanna á ýmsum störfum og mikilvægi þeirra
 • nemendur skoði eigin möguleika á starfi á almennum vinnumarkaði

Leiðir að markmiðinu:

 • Vettvangsferðir
 • Val á starfsnámsstað
 • Beiðni brautarinnar um samstarf
 • Undirbúningur nemenda fyrir starfsnám
 • Bóklegt starfsnám
 • Viðvera á vinnustað
 • Eftirfylgd
 • Launamál
 • Tryggingar
 • Vinna að námi loknu

Aftur á upphafssíðu