Gildi starfsnámsins

Starfsnám í framhaldsskólum er mjög mikilvægt ekki síst vegna þess að á starfsnámstímabilinu reynir á flesta þætti bóklega og verklega námsins. Þetta verður til þess að nemendur öðlast oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður skýrari. Reynsla starfsnámsins sýnir hve mikilvægt það er að meta nemendur út frá vinnusemi og áhuga en ekki þeim hindrunum sem þeir búa við. Ávinningur af starfsnámi er margþættur fyrir nemandann, vinnustaðinn og skólann.

Ávinningur nemandans:

 • öðlast aukið sjálfstraust og betra sjálfsmat
 • starfsnámið skapar umræður og eftirvæntingu
 • kynnist mismunandi vinnustöðum
 • fær tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni
 • yfirfærir lærða færni á raunverulegar aðstæður
 • fær tækifæri til að sanna sig í nýjum og óþekktum aðstæðum
 • öðlast ómetanlega reynslu og upplifun
 • verður færari um að taka ákvörðun um starfsvettvang út frá eigin reynslu
 • kynnist nýju fólki og tekur þátt í störfum þess á jafnréttisgrundvelli
 • lærir að meta gildi vinnunnar
 • verður óhræddari við að leita sér að vinnu á almennum markaði
 • hefur reynslu sem skapar tækifæri á almennum vinnumarkaði
 • ,,Brú” yfir í Atvinnu með stuðningi

Ávinningur vinnustaðar:

 • sameiginleg upplifun er grundvöllur umræðna og skilnings
 • góð tilbreyting og eykur samskipti og samheldni á vinnustað
 • jákvætt fyrir starfsandann

Ávinningur brautarinnar:

 • kennarar fá tækifæri til að sjá hvernig nemandinn bregst við nýjum aðstæðum
 • það skapast tækifæri til að meta hagnýtt gildi námsins
 • starfsnámið gerir kennurum kleyft að endurmeta einstaklingsáætlanir og gera þær markvissari

Aftur á upphafssíðu