Ábyrgð nemandans

Einn veigamikill þáttur í undirbúningi nemendanna er umfjöllun um ábyrgð þeirra og skyldur á starfsnámsstað og hvernig þeir geta sjálfir búið sig undir væntanlegan vinnudag. Samhliða þessari umfjöllun fá nemendur lista með minnispunktum sem vert er að hafa í huga varðandi undirbúning heima fyrir. Á meðan á starfsnámstímabilinu stendur meta nemendur eigin frammistöðu á vinnustað með eða án aðstoðar á þar til gerðum matsblöðum eða gátlistum.

Aftur á upphafssíðu