Starfsnám

Haustið 2003 veitti Félagsmálaráðuneytið af tilefni ,,Ári fatlaðra” Starfsbraut Fjölbrautskólans í Breiðholti styrk til þess að útbúa og þróa fræðsluefni sem ætlað er að undirbúa stjórnendur og starfsfólk á almennum vinnumarkaði undir það að fá nemendur úr Starfsbrautum framhaldsskólanna í starfsnám.

Ákveðið var að hafa fræðsluefnið aðgengilegt á Netinu þar sem það væri í stöðugri þróun og gæti nýst fleirum en upphaflega var fyrirhugað. Við gerð efnisins og framsetningu þess er byggt á fenginni reynslu úr starfsnámi nemenda við Starfsbraut FB. Með fræðsluefninu er leitast við að veita starfsnámsstöðum á hinum almenna vinnumarkaði upplýsingar varðandi undirbúning og framkvæmd starfsnámsins.

Vefurinn skiptist í eftirfarandi hluta:

Gildi starfsnámsins
Kynning á starfsnámi FB
Fræðslubæklingur
Hlutverk starfsnámsstaða
Ábyrgð nemandans
Samstarfsaðilar
Tenglar