09 Sep 2015

Haustferð í Þórsmörk

No Comments Uncategorized

útivist

 

Haustferð/útivistarferð Starfsbrautar FB er fyrirhuguð 16. og 17. september og er áfangastaðurinn Básar í Þórsmörk þar sem gist verður í skála Útivistar. Farið verður með rútu frá FB kl. 10:00 miðvikudaginn 16. september og komið til baka fimmtudaginn 17. september kl. 14:00.

Nemendur fá kvöldverð og morgunverð en verða að koma með nesti til að borða í hádeginu á miðvikudeginum og millimál auk drykkja (safa, gos). Meðfylgjandi er listi yfir það sem nemendur þurfa að hafa með sér í ferðina.

Ferðin kostar aðeins kr. 2000 per nem. þar sem hún er að stærstum hluta styrkt af Velferðarsjóði barna.

Við vonumst til að allir komist með því þetta er einstakt tækifæri til að upplifa útivist í óspilltri náttúru, haustlitina í allri sinni dýrð og ekki síst að skapa einstaka minningar í góðra vinahópi.

Hér eru myndir sem teknar voru í Þórsmerkurferð Starfsbrautar haustið 2011

02 Sep 2014

Nýnemaferð

No Comments Uncategorized

hrunamannahreppur 

Farið verður í nýnemaferð Fjölbrautaskólans í Breiðholti 28.-29. ágúst að Flúðum.

Lagt verður af stað frá FB kl. 13 á föstudeginum og gert er ráð fyrir að heimkomu frá Flúðum verði kl. 13:30 á laugardeginum. Gist verður í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og Nemendafélag FB sér um kvöldvöku.

Skólinn sér um kvöldmat á föstudagskvöldinu og morgunmat á laugardeginum, en nemendur þurfa sjálfir að koma með mat fyrir föstudaginn og nasl milli mála. Þá þurfa nemendur að koma með svefnpoka, dýnu og fatnað til að sofa í. Þau sem ætla í sund þurfa að taka með sér sundföt og handklæði.

Með í för verður góður hópur kennara og hópur úr Nemendafélagi skólans.

Ferðin er áfengis- og vímuefnalaus.

Dagskrá

Kl. 13:00 – Lagt af stað frá FB

Kl. 15:30 – Komið að Flúðum

Kl. 16:00 – Ýmsir leikir og skemmtilegheit á vegum NFB

Kl. 17:30 – Sund (fyrir þá sem vilja, aðrir halda áfram í leikjum)

Kl. 19:00 – Kvöldmatur í boði skólans; hamborgarar, pik-nik og salat

Kl. 20:30 – Kvöldvaka á vegum NFB

25 Feb 2014

Tískusýning

No Comments Fréttir

Fimmtudaginn 27. febrúar sýna nemendur á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti nýjustu tísku frá verslununum Jack & Jones og Vera Moda.
Read more

05 Jan 2014

Kennsla hefst á vorönn 2014

No Comments Fréttir

Stundatöflur nemenda á starfsbraut verða afhentar miðvikudaginn 8. janúar kl. 8:15 í stofu 17. Kennsla þann dag til kl. 12: 45.

Þeir sem vilja skoða töflurnar í Innu eftir kl. 20:00 þriðjudaginn 7. janúar.